27. júlí 2001 

Við erum búin að vera skilin að borði og sæng í næstum sex mánuði núna. Sem þýðir, að öllu óbreyttu, að við fáum lögskilnað á næstu vikum. Ég veit ekki hvernig mér líður með það. Auðvitað hefur þetta verið hryllileg lífsreynsla, sérstaklega að fá ekki að hitta börnin nema tvisvar í viku. Þetta hefur líka verið hroðalegt fyrir þau, að verða vitni að þessum ágreiningi foreldra sinna. Ég óska engri fjölskyldu svo ills. Hún segist ætla að krefjast þess að fá íbúðina og bílinn, sem er náttúrulega yfirgengilegt. Maður er bara rúinn inn að skinni og getur ekkert gert. Lögfræðingurinn kostar líka morð fjár. Ef fram heldur sem horfir verð ég gjaldþrota eftir nokkra mánuði. Ég er búinn að segja henni það; að það myndi ekki koma neinum til góðs. Henni virðist vera alveg sama. 

En ég reyni að brosa í gegnum tárin. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Verður maður ekki að hugsa einhvern veginn þannig? 

Leave a comment