27. júlí 2001 

jonina.blogspot.com: 

Ég vil harma það að Ívar skuli bera einkamál okkar á torg með þessum hætti. Ég sá mig knúna til að svara þessum rógburði með þessari síðu. Maður sem vill láta taka sig alvarlega á að virða friðhelgi einkalífsins, því þetta er ekki bara einkalíf hans, þetta er ekki síður einkamál mitt. Og barnanna.

Já, þetta er búin að vera miskunnarlaus barátta, sérstaklega um börnin. En hann bauð upp á þetta sjálfur. Það var ekki ég sem henti lampanum í gluggann á Njálsgötunni. Og það var ekki ég sem kom full heim og rústaði eldhúsið með þvílíkum hávaða að nágrannarnir kölluðu á lögguna. Þetta er í rauninni sorglegt, því þessi maður, sem hreif mig með kímnigáfu sinni og rómantík, er bara skugginn af sjálfum sér. Þetta byrjaði fyrir u.þ.b. ári, að hann fór að koma oftar og oftar fullur heim, jafnvel í miðri viku. Sigga dóttir okkar var oft dauðhrædd við pabba sinn, þótt hann væri miður sín daginn eftir og grátbæði okkur fyrirgefningar. Svo, fyrir tæpu hálfu ári, var mælirinn fullur og ég sótti um skilnað. Og er hann hissa á því að hann fái ekki forræði yfir börnunum? 

Leave a comment