6. ágúst 2001 

jonina.blogspot.com: 

Við birtum sameiginlega yfirlýsingu þar sem við sögðum að við ætluðum að hætta þessu karpi á netinu fyrir hag barnanna. En hvað gerir Ívar Páll þá? HANN HELDUR ÁFRAM!! Það er greinilegt núna að það er ekki hann sem ber hag barnanna fyrir brjósti! Sjáið bara það síðasta þar sem hann gengur af göflunum vegna þess að ég bætti texta við sameiginlegu yfirlýsinguna. Það er rétt að ég bætti texta við og kannski hefði ég átt að birta hann sérstaklega en ekki inni í sameiginlegu yfirlýsingunni. En það eina sem ég bætti við var að deilan hefði verið að mestu leyti sök Ívars Páls. Það er SANNLEIKURINN. Hann getur ekki mótmælt því. Þar að auki er fáránlegt að taka þessu með þessum hætti þegar við erum búin að tala um og lýsa yfir að við ætlum að hætta. 

Leave a comment