Ívar Páll, við verðum að hugsa um börnin. Það er kominn tími til þess að við hættum þessu karpi. Ég er búin að breyta yfirlýsingunni aftur. Núna er hún eins og við samþykktum að hafa hana. Hérna er hún:
Sameiginleg yfirlýsing Jónínu Vilhelmsdóttur og Ívars Páls Jónssonar
Við undirrituð, Jónína Vilhelmsdóttir og Ívar Páll Jónsson, lýsum því hér með yfir að við höfum náð sáttum í deilu þeirri sem við höfum m.a. háð á opinberum vettvangi. Við höfum gert okkur ljóst, að forræðisdeilur eiga að vera einkamál viðkomandi einstaklinga, ekki síst ef velferð barnanna á að vera höfð að leiðarljósi. Einnig biðjumst við afsökunar á að hafa dregið Guðmund Þór, þann mæta dreng, inn í þessa hatrömmu deilu sem við sjáum nú eftir að hafa komið af stað. Þá viljum við þakka öllum þeim sem hafa sýnt okkur vinarþel og látið málið sig varða, m.a. með því að senda tölvupóst. Það er ekki síst ábendingum ykkar að þakka að við höfum áttað okkur á að hagur barnanna á að vera í fyrirrúmi. Með vinarþeli,
Ívar Páll Jónsson
Jónína Vilhelmsdóttir
Leave a comment