jonina.blogspot.com:
Síðan sameiginlega yfirlýsingin kom fram hefur mér ekki fundist vera nein ástæða til að halda þrætunni áfram. Við komumst að ákveðnu samkomulagi og ég verð að gera mér það að góðu, alveg eins og Ívar Páll. En núna, eftir allan þennan tíma, virðist hann vera að fá einhverja bakþanka. Það kraumar eitthvað undir. Núna var hann að setja annað lag á netið. Ef einhver efaðist um að maðurinn væri sjúkur á geði á sínum tíma ætti sá vafi að vera algjörlega horfinn. Þetta lag er viðbjóður. Hvaða kerlingarræksni hefur hann fengið til að syngja með sér í þessari hraksmíð? Hvaða kona lætur leika svona með sig? Ég bara spyr.
Leave a comment